Um fiskakallinn

Fiskakallinn

Maðurinn á bak við nafnið er reynslubolti í fiskaheiminum,
Hans fyrstu skref í þessu hobby voru í kring um 1977 þegar hann eignaðist nokkra guppy í krukku sem fljótlega varð að búri og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Eftir að hafa ræktað og átt hundruðir tegunda tók hann hobbíið í nýja átt með því að fara víða erlendis til að veiða skrautfiska og mynda í sínum náttúrulegu heimkynnum.

Ég er fyrst og fremst áhugamaður um ferskvatnsfiska og það hobby sem í kringum þá er.
Ég er með mikið af búrum þar sem ég bæði rækta upp fiska og eins búr þar sem sjaldgæfari eða uppáhalds fiskar njóta sín 
Ég hef farið nokkrar veiðiferðir erlendis og veitt í 5 heimsálfum og er fátt skemmtilegra en að leita að skrautfiskum í þeirra náttúrulegu heimkynum 
Myndataka af fiskum og náttúrunni hefur lengi verið áhugamál og eru allar myndir á þessari síðu teknar af mér nema annað sé tekið fram 

Guðmundur J Sigurgeirsson

mitt markmið

Eitt af markmiðunum með þessari síðu er að sýna og kenna fólki ýmislegt um fiska í búrum og í náttúrunni, og auka áhugan á náttúrulegum búrum og fjölgun á hinum ýmsu tegundum 

Mín sýn

Til að setja upp fallegt  vistkerfi er mikilvægt að hafa aðgang að upplýsingum, og mun ég reyna að fylla þessa síðu af allskyns upplýsingum um allt og ekkert fiskatengt

Mín gildi

Twitter
Youtube
Scroll to Top