Salamanca Uruguay

Þetta var í fyrsta sinn sem ég kom til Salamanca, en ég hafði heyrt Ken félaga minn tala vel um staðinn og hann stóðst allar væntingar 
Lítið rennsli var í læknum en mikið af steinum og grjóti sem ég hef aldrei séð í þessu magni í Úrúgvæ 

Tetrur eru út um allt landið og nokkrara tegundir líta nokkurn veginn svona út en ég giska á að þetta sé Psalidodon anisitsi sem er algeng í fiskabúrum

Skemmtilegt að hafa grjótið með plöntum þótt það hafi verið vonlaust að veiða þarna og ekki skemmir að kaktusar uxu víða á grjótinu 

Þarna fyrir neðan var hylur fullur af fiski og sátum við þarna lengi og dorguðum 

Ein aðal síkliðan sem beit á var Crenicichla punctata sem ég var að veiða í fyrsta skifti þrátt fyrir margar ferðir til Úrúgvæ en þetta var í fyrsta sinn sem ég fór aðeins yfir í austur hluta landsins 

Sú stærsta sem kom á land taldi ég vera aðra tegund en líklegasta er þetta bara fullorðin punctata en þar sem ég hef aldrei veitt þær áður hef ég ekki reynsluna á að þekkja mögulega litabreitingar sem mismunandi aðstæður sem og aldur geta valdið 

Þar sem Úrúgvæ er mikið flatlendi þá er þetta lang hæðsti foss sem ég hef séð í landinu og ekki var hann vatnsmikill en þessi litli lækur er fullur af fiski, þar sem hann rennur niður eftir landinu

Stærsti fiskur sem kom á land á þessum stað var kattfiskur Rhamdia aff. quelen sem Rex veiddi, þótt allir séu almennt að leita að minni tegundum þá er gaman að sjá stærri fiska en til að ná alvöru monsterum þarf ég að fara einn í ferð, og sækja þá stærri ár heim, ,

Twitter
Youtube
Scroll to Top