Austur hluti Úrúgvæ í fyrsta skifti og lítill lækur sem vitað var að geymdi flotta tegund var labbaður nokkur hundruð metra og veitt í af og til, ég drógst fljott aftur úr enda með síman á lofti að mynda á fullu og í grasinu voru leyfar af beltisdýri sem ég hef ekki enn séð í heilu lagi
Grjót og grynningar virka ekki sem spennandi lækur til að veiða í og ekki var straumurinn mikill sem sést betur í annari grein sem heitir Salamanca þar sem lítill foss sýnir vatnsstrauminn betur
Það er með ólíkindum að fiskar skuli þrífast svona vel í þessari sprænu og sá ég þá skjótast reglulega en ekki er hægt að háfa þá þegar allt er fullt af grjóti og felustöðum
Þótt líkurnar seú litlar renndi Rex háfnum í grasinu og þar var kattfiskur af Heptapterus ættinni, giska á mustelinus
Vatni fylgir gróður og voru margar tegundir ofan í og upp úr vatninu, auðvitað er ýmislegt annað líf sem fylgir vatni svo sem flugur og köngulær en það er bara plús ef maður nær að mynda eitthvað af þeim ,þar sem þau allflest forðast okkur, þótt vissulega séu þarna tegundir sem hafa það eitt markmið að bíta okkur, og það svo harkalega að stæðstu menn láta í sér heyra tetran á myndinni gæti verið Astyanax laticeps en of margar líkar tetrur eru í landinu fyrir mig að geta svarað með vissu
Þessi lækur er víða með tjarnir á þessari leið sem við fórum og það útskýrir hvernig allar þessat tegundir geta verið þarna saman og nóg er af felustöðum í öllu þessu grjóti og gróðri og margar flottar stórar tegundir af vatnagróðri vaxa hér upp úr vatninu
Þetta er tegundin sem við fórum til að sækja í þennan læk Gymnogeophagus labiatus enda sjaldgæfur fiskur í hobbyinu, eins og í alvöru fiskveiðum þá er kvóti á tegundinni eins og á öllum tegundum í Úrúgvæ og þarna má aðeins taka nokkra ungfiska í hverri ferð svo það er allt undir þeim komið sem taka fiska að rækta þá og dreyfa þeim um hobbyið
Landslagið þarna er öðruvísi en á öllum þeim stöðum sem ég hef verið við veiðar í Úrúgvæ, grót út um allt og hálf vonlaust að veiða en í staðinn nýtur maður náttúrunnar og slappar af
Þarna fann Mati sér fínan hyl til að slaka á og kæla sig, en þarna hefði verið gott að geta snorklað til að sjá allar þær tegundir sem þarna lifa innan um labiatus eins og er á innfelldu myndinni
Australoheros fasceatus eða acaroides spyr ég nú bara, fyrir þessa ferð vissi ég bara um tvær tegundir af Australoheros en þær eru fjórar í landinu og tvær of líkar til að sjá á þurru landi
Nokkrir kattfiskar og Gymnogeophagus rétt áður en þeim var sleppt aftur út í lækinn, Svakalegir litir í Gymnos eins og þeir kallst gera það að verkum að þeir eru vinsælir en til að halda þeim góðum í búrum þarf helst að kæla þá niður part af árinu og setja margir í evrópu þá út í tjarnir á sumrin
Mati og Mateo tveir snillingar í paradís Þessi staður er það flottur að þessi mynd er skjámyndin mín í tölvunni á þeim tíma sem ég set þetta hér inn