Staður í norður hluta Úrúgvæ sem annað hvort menn vissu ekki nafnið á eða vildu ekki að hægt væri að finna hann aftur án þeirra. Stöðuvatn sem datt í smá foss niður lítin en djúpan læk blasti við þegar við komum á svæðið
Ég ákvað að byrja í læknum með kastnet ,mikil mold var á botninum sem kom upp með netinu ásamt þessum Prochilodus
Stór og stæðileg Astanax tetra sem líkist abramis
Önnur stæðileg og er þetta Astianax lacustris sem væri flott í hóp í stóru búri
Þarna eru veiðifélagarnir að reyna að finna Apistogramma tegundir í gróðrinum, vinstra meginn á myndini er vatnið en þykkur flotgróður lá upp við bakkan svo það sést ekki, en það sést að sumir eru komnir út í vatnið
Hængar af Apistogramma borellii og ein hrygna Hængarnir verða blárri og hrygnan gulari
Ég labbaði upp með vatninu og setti stóran handháf undir gróðurinn við bakkan og þar leyndist þessi litli Hoplias sem verður einn af öflugustu ránfiskunum í landinu ef hann nær að forðast alla þá sem vilja éta litla fiska
Þessi hnífafiskur Brachypopomus gauderio er einn af ellefu tegundum hnífafiska sem eru í Úrúgvæ og sá algengasti í mínum ferðum Á innfelldu myndinn er einhver rækjutegund berjuð með grænum eggjum
Stundum koma snákar í netið þótt oftast séu þeir á landi sem við náum og skoðum , þessi tegund Helicops infrataeniatus kom í háfinn undir bakka og hélt ég fyrst að ég væri með ál en sá fljótlega að þetta væri vatnasnákur og fékk heimamann til að halda á honum svo ég gæti tekið myndir
Í djúpu vatni með þykkum gróðri er frekar erfitt að veiða svo ég fékk bara af og til einhvern titt, vinstri mynd er af Characidium rachovii og hin gæti verið Psalidodon eigenmanniorum en nokkrar mjög líkar tegundir eru skráðar þarna
Apistogramma borellii hængur og hrygna á innfeldu mynd
Þessi tegund af gróðri var mikið meðfram bökkunum
Cichlasoma dimerus var stærsta síkliðan sem kom upp þarna en þær stærri halda sig fyrir utan gróðurinn
Lítill áll sem miðað við flekkina er Synbranchus marmoratus þessi verður eins og handleggur að stærð með tímanum
Hyphessobrycon eques er reglulega í búrum hérlendis og gaman að veiða fiska sem maður þekkir vel
endalaust af litlum tetrum sem oft eru svo líkar að ég vill ekki giska á nafnið
þykkur flotgróður yfir djúpu vatni, svona aðstæður eru mjög erfiðar fyrir veiði en fínar fyrir augað
Skemmtilegur hnífafiskum kom í netið og er það tegundin Eigenmannia trilineata ( trilineata á latinu þýðir þrjár línur )
Annar ekki síðri af ætt Gymnotus og af þeim fjórum tegundum sem ég hef myndir af finnst mér Gymnotus cuia vera líkastur
Það er við hæfi að enda á sama fossi og greinin byrjaði á þar sem Rex nýtti sér vatnið til að skola að sér eftir heitan dag í suður-ameríku.