Helicops infrataeniatus 

Þetta er sú tegund sem ég hef oftast séð í Úrúgvæ og oftast er hún ofan í vatni þegar hún sést og er því ein af svokölluðum vatnasnákum sem veiða fiska, froska og önnur vatnadýr sér til matar 

Þetta er ekki eitruð tegund en hún bítur samt vel frá sér þegar hún er handleikin og því þægilegra að einhver annar haldi á henni svo ég geti tekið mynd 

Úrúgvæ Argentína Paragvæ og suður-brasilía eru náttúruleg heimkynni 

Falleg er hún undir en mis gular rákir, oft kemur þessi tegund í háfinn þegar ég er að reyna að ná fiskum við bakkann og hélt ég reyndar fyrst þegar ég sá þessa á innfeldu myndinni að þetta væri áll inn í gróðrinum 

Twitter
Youtube
Scroll to Top