Constitusion Uruguay

Þetta er partur af Rio Uruguay sem flæðir þarna inn og myndar hálfgert stöðuvatn, ég hef komið þarna 2-3 áður og er þetta fínn staður til að finna hinar ýmsu tegundir, veiðifélagarnir að draga stóra netið inn í fjarska 

Ég byrjaði með kastnetið við bakkan sem sést aðeins í til hægri, fyrstamynd er af hóp af Prochilodus sem var gaman að ná en ennþá skemmtilegra var að ná torfu af stæðilegum A. pantaneiro barracuda og síðan tvær piranha Serrasalmus maculatus

Ég man ekki eftir að hafa fengið þær svona stórar og margar í einu kasti en oft nær maður þeim á veiðistöng 

Acestrorhynchus pantaneiro er vel tennt og þarf að nota stálþráð frenst á girnið til að þær klippi ekki girnið í sundur en þessi kom í kastnetið svo ég þurfti ekki að hafa áhyggjur á því 

Það er mjög misjafnt hvernig aðstæður eru þótt maður komi aftur og aftur á sama staðinn, núna var lítið í ánni og meiri gróður en áður 

Þarna eru Mark og German búinir að fara langt út og draga netið að landi en ekki var mikið um spennandi tegundir svo ég tók engar myndir en set samt innfeldar myndir af nokkrum tegundum sem hafa eflaust verið í netinu, eina slæma við að fara oft á sama staðinn er að manni er alltaf að leita að einhverju nýju og tekur þá ekki mynd af flottum fiski því hann er of algengur að manni finnst þó fáir hafi séð hann 

Odontesthes tegund að ég held þótt munnurinn passi ekki við þær 6 tegundir sem eru skráðar í Úrúgvæ, innfelda myndin er af seiði sem gæti verið sama tegund, tegundir í þessari ætt finnast bæði í ferskvatni og sjó 

Fáar Crenicichla komu á land í þetta skiftið en þessi vitatta var sú stærsta en þær verða helmingi stærri 

Þegar piranha er tekin upp eða í net þá er mjög mikilvægt að vera ekki með hendina of nálagt tönnunum, en það góða er að menn læra fljótt af reynslunni og þarna náði hun ekki góðu taki svo þetta hefði getað verið verra, á innfeldu mynd er piranha seiði 

Sýnishorn af plöntunum sem uxu upp úr vatninu og svo flutu laufblöðin ofaná

Þarna vex í rakri moldinni Echinodorus uruguayensis eða skild planta síðan þegar hækkar í ánni verður hún á kafi í vatni, Margar tegundir ná að vaxa fyrir ofan vatn ef raki er í mold eða lofti og eru flestar búraplöntur ræktaðar þannig í dag 

Ég stend þarna ofan á brú og horfi yfir svæðið sem við veiðum aðallega þótt stundum ef aðstæður leyfa séum við bak við brúna.
Echinodorus leit mjög vel út og hægra megin ofan á bakkanum sjást breiður af þeim 

Við ákváðum að reyna að draga stóra netið frá bakkanum hinum megin og syntu fjórir yfir með netið og sést í hausana á þeim út í vatninu.
Innfelda myndin er af algengastu tegundinni af piranha sem hefur verið að synda í kring um þá á meðan þeir syntu yfir 

Acestrorhynchus pantaneiro  flottur og hraðsyndur ránfiskur 

Eina tegundin af piranha sem kom á land í þetta skiptið var Serrasalmus maculatus en S. nattereri og S. marginatus eru á svipuðum slóðum 

Twitter
Youtube
Scroll to Top